Um daginn rakst ég á viðtal við tónlistarkonuna Patty Smith þar sem hún sagði frá sambandi sínu við ljósmyndarann Robert Mappelthorpe.
Það var eitthvað við myndina af þeim sem hreif mig. Þau eru svo mikið steitment. Hann hannaði og smíðaði skartgripi og hún var á kafi í bókmenntum og tónlist. Hann hneigðist til karlmanna en átti samt strákalega kærustu.
Hún berfætt og hann á sandölum sitjandi á handriði. Hún svo sterk og hann svo blíðlegur. Bæði tágrönn, með skartgripina hans um hálsin. Bláfátæk og lifandi fyrir listina. Löngu áður en þau urðu fræg og árið var 1975. Myndin gæti eins hafa verið tekin fyrir tískurit dagsins í dag.
Hér eru nokkrar ljósmyndir eftir Mappelthorpe:
Hér er svo lagið æðislega, Because the Night, með Patty Smith
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.