Það er gaman að baka sitt eigið brauð en á Norðurlöndunum hefur alltaf verið mikil hefð fyrir því. Hér eru tvær uppskriftir að hollu brauði. Hvað varðar fræin og trönuberin þá set ég bara eftir hendinni það sem ég á til hverju sinni, það er allt í lagi að sleppa einhverju af þessu og setja meira af öðru í staðinn.
________________________________________________
Heilsubrauð
- 7dl spelt gróft eða helminga fínt og gróft venjulegt hveiti
- 1 msk hveitiklið fyrir enn meiri hollustu
- 3 tsk vínsteinslyftiduft (t.d. til í heilsuhillum Bónus og Hagkaup)
- ½ – 1 tsk salt
- Sólblómafræ (slurk)
- Graskersfræ (slurk)
- Döðlur 1 dl saxaðar
- Þurrkuð trönuber (slurk)
- Létt AB mjólk 2 dl rúmlega
- Volgt vatn 2 dl rúmlega
AÐFERÐ
Spelti, salti og lyftidufti blandað varlega með sleif. Fræjum og dölum blandað út í ásamt vatni og AB mjólk til helminga þar til deigið er mátulega þykkt.
Passa að hræra varlega í deiginu sem á að vera eins og þykkur grautur. Einnig má setja rúsínur, kókósmjöl eða brytjuð epli út deigið eða annað sem þykir gott. Sett í jólakökuform.
Skerið með hníf raufar í yfirborðið og stráið sólblóma eða sesamfræjum yfir áður en sett inn í ofn. Bakað við 180-200 gr í ca 1 klst.
Múslíbrauð með fræjum, kornum og öðru góðgæti
- 4 dl hveiti
- 3 1/2 dl heilhveiti
- 1 msk hveitiklíð
- 3 1/2 dl múslí
- 1 dl graskersfræ
- 1 1/2 dl fimmkornablanda
- 2 1/2 dl sólkjarnafræ
- 1 1/2 dl rúsínur
- 1 tsk maldon salt
- 2 msk fljótandi hunang
- 1 msk vínsteinslyftiduft
- 2 dl vatn
- 7 dl létt ab-mjólk
Hitið ofninn í 200°. Blandið þurrefnum saman í skál. Setjið hunang, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman. Látið deigið í smurt brauðform eða formkökuform og bakið í ca 55-60 mínútur.
Njótið í botn með góðu smjöri, pestó, ólífuolíu, lárperu, tómat eða hverju sem ykkur finnst gott!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.