Sænski leikstjórinn Ruben Östlund (merkilega líkur Skúla Mogensen!) skemmti sér vel í opnunarpartýi RIFF hátíðarinnar sem haldið var í Norræna húsinu síðastliðinn fimmtudag, en þá var hátíðin sett með pompi og smá prakt.
Um 300 gestir mættu í hið íðilfagra Norræna hús sem hafði verið sérlega skreytt í tilefni hátíðarinnar og vín og veitingar flóðu, gestum til gleði og yndisauka.
Hátíðin mun standa til 5 október en heiðursgestir í ár eru breski leikstjórinn Mike Leigh og ofangreindur Östlund sem þykir rísandi stjarna í heimi kvikmyndagerðarinnar.