Sænski leikstjórinn Ruben Östlund (merkilega líkur Skúla Mogensen!) skemmti sér vel í opnunarpartýi RIFF hátíðarinnar sem haldið var í Norræna húsinu síðastliðinn fimmtudag, en þá var hátíðin sett með pompi og smá prakt.
Um 300 gestir mættu í hið íðilfagra Norræna hús sem hafði verið sérlega skreytt í tilefni hátíðarinnar og vín og veitingar flóðu, gestum til gleði og yndisauka.
Hátíðin mun standa til 5 október en heiðursgestir í ár eru breski leikstjórinn Mike Leigh og ofangreindur Östlund sem þykir rísandi stjarna í heimi kvikmyndagerðarinnar.
Við skorum á lesendur Pjattsins að kynna sér dagskrá hátíðarinnar en Tinna Eik ætlar að vera sérlegur útsendari okkar á RIFF og koma með umfjallanir um myndirnar sem hún fer á. Þið fylgist spennt með!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.