Það er gaman að fara í fallega og vel heppnaða garðveislu.
Á Pinterest má finna fjöldan allan af góðum hugmyndum að útfærslum á slíkum veislum. “Smáatriðin” eru alltaf aðalatriðin að mínu mati. Litasamsetning og stíll á kertum, kokteilum, blómum, borðbúnaði og veitingum. Ljósaseríur og luktir að kvöldi til finnst mér líka koma vel út; notalegt og flott.
Nú er fyrst að viðra vel fyrir slíkar veislur og ekki eru kvöldin síðri þegar himininn skartar sínu fegursta hér á landi og rökkrið kallar á kertaljós eða arinn.
Þessi hugmynd er æðisleg!
Svo má líka sitja á púðum á teppi í grasinu og setja upp lítið borð.
Svo flott, hér má skrifa nöfn á miðana, æði fyrir krakka!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.