Það var mikið um dýrðir þegar SushiSamba fagnaði tveggja ára afmæli sínu með bæði pompi og prakt í byrjun vikunnar.
Þangað var margt um góða gesti en Pacas stýrði veislunni meðan aðrir stigu dans. SushiSamba hefur frá opnun staðarins verið einn sá alvinsælasti í borginni enda fer þar saman góð stemmning við flotta kokteila og mjög góðan mat. En myndir segja meira en orð eins og alltaf svo þú skalt bara byrja að fletta í þessu galleríi og sjá hvort þú kannist við einhver af þessum fögru snoppum sem stigu sambadans milli þess sem sushið var snætt…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.