Það var mikið um að vera í galleríinu hjá Tolla við Hólmaslóð í síðustu viku þegar nokkrar pjattaðar og heilsumeðvitaðar konur komu saman til að fagna formlegri opnun Freyja Boutique.
Verslunin sérhæfir sig sölu á lífrænum og náttúrulegum snyrtivörum en margar þeirra sem þarna voru sverja alveg við vörur sem fást hjá Freyja Boutique. Boðið var upp á lífræn léttvín frá Adobe og ljúffenga osta en snillingurinn Hafdís Inga Hinriksdóttir var með sýnikennslu á RMS Beauty förðunarvörum meðan Ómar Guðjónsson lék laufléttan jazz á gítar.