Tapaspartý í annríkinu
Ég hélt smá stelpuheimboð um daginn, ákvað að prófa eitthvað nýtt og pantaði Tapas frá Veisluþjónustu Tapashússins daginn áður. Hver elskar ekki TAPAS?
Við vorum sjö saman í boðinu og Tapasréttir fyrir okkur allar kostuðu rúmar 15.000 kr. Mér reiknaðist til að þetta yrði líklegast mikið praktískara og ódýrara en að eyða tíma og stressi í innkaup og síðan að útbúa réttina með tilheyrandi ástandi í eldhúsinu.
Og hefði ég keypt risarækjur, mozarella ost, Camenbert ost, sultu, snittubrauð etc. þá hefði það kostað margfalt meira en að kaupa þetta frá veisluþjónustu, fyrir utan það að restin af matnum hefði líklegast endað í ruslinu. Barnið mitt er hvorki sjúkt í risarækjur, hráskinku né Camenbert ost og sjálf ætla ég alltaf að borða afganga en gleymi því.
Réttirnir voru klárir á hárréttum tíma þegar ég sótti þá og þeim er fallega komið fyrir í ótrúlega sætum öskjum sem gerði það ónauðsynlegt að færa þá yfir á aðra diska.
Svo sló þetta auðvitað alveg í gegn hjá vinkonunum sem töluðu líka um að það væri frábært að panta svona sem forrétt fyrir matarboð heima eða við önnur tilefni.
Smelltu HÉR til að lesa meira um veisluþjónustu Tapashússins og láttu okkur endilega vita ef þú veist um fleira svona sniðugt í þessum dúr.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.