Um daginn bauð ég ‘handfylli’ af verðandi mæðrum í kokteilboð og þær buðu sínum vinkonum sem eiga von á sér.
Á fyrri meðgöngu minni eignaðist ég bók sem heitir Margarita Mama en bókin inniheldur fjölmargar uppskriftir að óáfengum blöndum.
Ég valdi nokkra kokteila og við skiptum innihaldi á milli okkar þannig að allar mættu með einhvern djús og kannski ber eða myntulauf.
Maður veit aldrei hvað gerist í góðra kvenna hópi og við komum úr öllum áttum um fimmtán konur sumar að ganga með sitt fyrsta barn, aðrar með sitt annað eða jafnvel þriðja.
Kokteilarnir fæddust hver af öðrum og urðu skrautlegri eftir því sem leið á kvöldið. Við gleymdum okkur alveg í spjalli og þegar loks var litið á klukkuna var sko löngu kominn háttatími á okkur bumbukonur því klukkan var að ganga tvö! Konurnar voru mjög snyrtilegar og heimtuðu að vaska upp, eitthvað sem gerist ekki vanalega þegar það er haldið partí og við kvöddumst innilega, glaðar yfir nýrri vináttu.
Ég bauð fyrst upp á hindberja kampavín í fallegum glösum frá Söstrene Grene. Það var strax kominn hiti í umræðurnar enda allar með eitthvað sameiginlegt í þessum hópi. Kokteilarnir runnu vel niður, ferskir og hressandi og héldu partíinu gangandi.
Einnig bauð ég upp á cake pops og veit að ég var ekki sú fyrsta til að uppgötva þá og alls ekki sú síðasta. Ég gerði þá úr afskurðinum af afmælisköku dóttur minnar sem var fyrr í mánuðinum. Á þessari skemmtilegu síðu er hægt að fá hugmyndir og leiðbeiningar hvernig farið er að.
Kokteilarnir fæddust hver af öðrum og urðu skrautlegri eftir því sem leið á kvöldið. Við gleymdum okkur alveg í spjalli og þegar loks var litið á klukkuna var sko löngu kominn háttatími á okkur bumbukonur því klukkan var að ganga tvö! Konurnar voru mjög snyrtilegar og heimtuðu að vaska upp, eitthvað sem gerist ekki vanalega þegar það er haldið partí og við kvöddumst innilega, glaðar yfir nýrri vináttu.
Daginn eftir frétti ég að sumar hefðu farið og fengið sér “þynnkumat”.
Ég mæli með þessu fyrir ykkur kæru konur. Bjóðið nokkrum vinkonum, kunnungjakonum eða einhverjum úr yoganu e.t.c. og haldið gott kvöld saman, við eigum svo skilið smá partý.
Kokteilboð eru ekkert verri né minna fabjúlöss hjá óléttum konum!
Ég læt hér fylgja nokkrar uppskrifitir sem slógu í gegn.
Hindberja Kampavín:
Setjið 4-5 frosin hindber í kampavínsglas og fyllið með epla cider.
Jarðaberja Mojito:
Setjið í hátt glas um 5 myntulauf,
kreistið 2 líme báta útí (setja þá með )
hrásykur eftir smekk
2-3 jarðaber og merjið saman
bætið við nokkrum klökum og fyllið glasið upp með sódavatni og smá sprite.
Basil Mock – Tini:
6-8 basil lauf
30 ml lime safi (1 staup)
150 ml sódavatn ( 5 staup)
3 tsk hrásykur
Merjið basil laufin og lime djúsinn í háu glasi bætið við sykri og sódavatni og hrærið. Berið fram í martini glasi.
Vatnsmelónu Margarita:
1 bolli frosnir vatnsmelónu bitar
150 ml engiferöl ( 5 staup)
1 msk lime safi
vatnsmelónusneið til skrauts
…setjið allt saman í blender á miðstillingu, hellið í glas og skreytið með sneið af melónunni.
Skál!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.