Það var mikið um dýrðir þegar ný og endurbætt verslun VILA í Smáralind var vígð á dögunum.
Gestum var boðið upp á léttvín og makakrónur í öllum regnbogans litum og raðirnar í mátunarklefa voru langar enda ótrúlega margt flott að finna í þessari glæsilegu verslun. Kjólar úr leðurlíki, smart samfestingar, léttar buxur og sætar peysur var meðal þess sem greip okkur en við skorum á allar pjattrófur að kíkja í VILA og finna sér einhver smartheit á góðu verði.
Kíktu hér á myndir úr opnuninni…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.