Það var frábær stemmning sem myndaðist á veitingastaðnum MAR í gærkvöldi þegar fimmtíu flottar konur komu þar saman til að bragða á dýrindis réttum og drekka ljúffeng vín.
Gleðin hófst kl 19:00 með kokteil í versluninni Mýrinni sem tengist staðnum á skemmtilegan hátt og í kjölfarið var sest til borðs þar sem hver rétturinn á fætur öðrum lenti á borðum. Meðal þess sem boðið var upp á var hráskinkuvafinn skötuselur, hægeldað rib-eye með frönskum sætkartöflum, léttsaltaður þorskur með rucola og fleiri dýrindis krásir sem bráðna á tungunni.
Það er athafnakonan Rannveig Grétarsdóttir sem rekur veitingastaðinn MAR en hún hefur getið sér gott orð í ferðamannabransanum og var m.a. valin kona ársins af Félagi kvenna í atvinnurekstri árið 2012 en Margrét Gústavsdóttir „pjattrófa“ skipulagði kvöldið.
Skoðaðu myndirnar… kannski þekkir þú einhverja af þessum skemmtilegu dömum.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.