Það vefst fyrir mörgum hvernig á að setja saman góða veislu en í raun er þetta lítið mál og skilur alltaf mikið eftir sig.
Eftirfarandi eru 10 ráð sem er gott að hafa í huga, hvort sem þú ert að halda fjölskylduboð, barnaafmæli, fermingarveislu, brúðkaupsveislu eða bara venjulegt partý heima hjá þér.
1. Hafðu þetta einfalt
Búðu þér til rútínu við veislur og partý, það er allt í lagi að setja saman einfaldan matseðil fyrir snakk og pinnamat og endurtaka það aftur og aftur enda enginn að fara að dæma þig eftir því. Það sem fólk man alltaf fyrst og síðast er hvort þetta var skemmtileg veisla eða ekki.
2. Byrjaðu snemma að undirbúa
90% af öllu á að vera klárt um leið og gestirnir stíga yfir þröskuldinn og inn í eldhúsið. Þetta eru gestir og eiga í raun ekki að vera að hamast í eldhúsinu. Fyrir utan það þá nýtur þú veislunnar mun betur ef allt er klappað og klárt og aðeins smá snatt eftir á sjálfan partýdaginn.
3. Stemmningin ræður ferðinni
Fyrst og síðast verður þú sjálf og allir á heimilinu að vera í góðu skapi ef veislan á að heppnast vel. Það kemur enginn í partý og skemmtir sér vel ef íbúarnir eru strekktir og taugaveiklaðir eða nýbúnir að rífast. Fólk finnur alltaf svona á sér.
4. Hugsaðu út fyrir rammann
Einnota myndavélar eða Polaroid vélar eru mjög skemmtilegar að hafa með í veislum. Fólk tekur myndir og hengir upp á partývegginn. Æðislegt í brúðkaupsveislum eða stórafmælum.
5. Veldu bæði gesti og mat af kostgæfni
Þú getur bókað að matarboðið þitt verður æðislegt ef þú velur bæði matinn og matargesti saman af kostgæfni. Sjáðu til þess að fólkið hafi gaman af hvort öðru og passi þokkalega saman en sé samt örlítið ólíkt. Alltaf gaman að hafa einn gest úr annari átt. Matur sem lætur öllum líða vel er t.d. risotto, lambasteik, kartöflumús og súkkulaði…mmm.
6. Nýafskorin blóm í vasa
Blóm gera svo mikið bæði fyrir heimilið og stemmninguna. Náðu þér í eins og tvo blómvendi og hafðu á áberandi stað þar sem fólk kemur inn til þín og svo annarsstaðar á heimilinu. Yndi.
7. Mundu lýsinguna
Lýsingin er líka allt í öllu, notaðu dimmera og hafðu kerti allstaðar. Allskonar kerti og alltaf ilmkerti og hrein handklæði á baðinu. Það er svo gott að koma inn á baðherbergi sem lyktar vel.
8. Raðaðu fólki saman við borðið
Það er mjög gott að merkja sæti gestanna með miðum. Raðaðu saman fólki sem þekkist og ætti að þekkjast. Þá geturðu verið viss um að samtölin verða lífleg og skemmtileg út kvöldið.
9. Vertu ávallt reiðubúinn
Ef þú átt alltaf nokkrar freyðivín, Corona, hnetur, ólífur og þurrkaða ávexti á lagernum geturðu haldið gott partý fyrirvaralaust og hvenær sem er. Raðaðu t.d ólífum og öðru snakki á flott brauðbretti í sætar skálar og settu lítið blóm með eða annað skraut og það er allt að gerast.
10 Síðast en ekki síst…
Skaltu muna að það er hlutverk gestgjafa að taka vel á móti öllum og sjá til þess að fólki líði vel, ef þér tekst þetta þá máttu vera viss um að þetta verður æðislegt afmæli, brúðkaupsveisla, partý…
GÓÐA SKEMMTUN!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.