Ég skrapp til Parísar til ad sjá og upplifa eitthvað fallegt sem gleður auga og sál og þaðan skrifa ég þessa færslu. Strax við komuna til borgarinnar tók ég eftir því að taskan sem flestar chic skvísur strolla með um strætin er lítil handtaska frá Louis Vuitton með monogram þrykki. Hún er því eins og lítil læknataska í laginu og auðvitað alveg ómissandi í sumar.
Taskan heitir Louis Vuitton Speedy!!
Það er spurning hvað ég verð fljót að næla mér í eintak, eða öllu heldur vinna mér inn fyrir því eins og leikar standa með evruna í dag?
Það er hálfgert lán í óláni að enga Louis Vuitton búð er að finna á Íslandi. Þeim mun selektívari verður taskan fyrir vikið þegar fara þarf yfir heilt haf til að krækja í hana.
Annars er mjög áberandi hvað klassíska Louis Vuitton monogramið er vinsælt núna hér í París. Þegar auraráðin eru þrengri hjá skvísunum þá veðja þær á klassíkina sem aldrei fyrr.
Vivement Vuiotton!!
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.