Í fyrra var vart þverfótað fyrir frönskum konum með Louis Vuitton töskur. Þær voru með þessu áberandi monogram mynstri sem einkennir merkið. Allir sem þekkja til tísku vita að mjög lítil og pen Louis Vuitton taska kostar ca 100.000 þúsund krónur. Séu þær stærri fara verðin í þungavigtarflokkinn – Takk!
Þetta er því einhverskonar gargandi statement um að viðkomandi eigi pening – eða ekki, því hann fór allur í töskuna!
Auðvitað er líka gaman að eiga fallegan hlut sem getur gengið mann fram af manni. Í gær til dæmis sá ég ungan mann á hótelbarnum á Ritz og hann var með pínulítið Louis Vuitton leðurumslag fyrir skjöl. Þrátt fyrir að vera á fínum bar, hélt hann í þetta þéttingsfast – hræddur við að einhver myndi taka það af honum kannski. Taskan var auðvitað falleg og það kom í ljós að hún var gjöf frá pabba hans, keypt fyrir rúmum 20 árum og
skýrir það ef til vill hvers vegna maðurinn hélt svona fast í þetta litla djásn.
Reyndar er það líka svo að þótt merkjataskan sé dýr og fólk horfi í peninginn sem hún kostar, þá auka þær bara verðgildi sitt með árunum. Eru taldar mikið raritet, sérstaklega ef þetta er orginal vara sem er hætt íframleiðslu. Jafnvel þótt hún sé tekin aftur í framleiðslu er flottast að eiga upprunalegu útgáfuna.
Það væri nú gaman ef bíllinn minn væri gæddur sömu eiginleikum og Louis Vuitton taska!
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.