Það er alltaf gaman að fylgjast með fólkinu á götunni, hverju það klæðist, og svo er líka verulega hressandi að sjá hversu skapandi konur geta verið þegar kemur að fatastílnum.
Eins og flestar pjattrófur þá hreinlega elska ég flottar töskur, fallega skó og yfirhafnir; pelsa, kápur og blazerjakka og mig langar mest til þess að eiga allar týpur til þess að geta skipt um í hverri viku – en þar sem ég er ekki ein á heimili þyrfti að flytja í stærra húsnæði, svona til að hafa pláss fyrir enn fleiri yfirhafnir. Flókið mál.
Pelsa og slár er auðvelt að nálgast í næstu vintage verslun eða í fataskápnum hjá ömmu, mömmu eða frænku. Þetta eru rosalega elegant og töff flíkur -svo er líka smá dynasty fílingur að klæðast flottum pels.
Ekki hika við að eignast flotta yfirhöfn til að ylja þér í vetur, yfirhafnir passa við allt hvort sem um er að ræða gallabuxur, leðurbuxur eða fagra kjóla og eru falleg viðbót í fataskápinn.
Flestar myndanna eru teknar á tískuviku í París af fyrirsætum og öðru fólki sem á leið um götur Parísar þessa dagana.
Það er greinilegt að allt er leyfilegt þegar kemur að tískunni 2010.
myndir teknar af Carolin Mode
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.