Fimmtán ára gömul dóttir poppgoðsins heitna Michael Jackson, reyndi að fyrirfara sér í síðsta mánuði og var lögð inn á spítala.
Hún var útskrifuð þaðan á fimmtudaginn og dvelur nú á meðferðarheimili en nafn þess hefur ekki verið gefið upp.
Innlögnin átti sér stað eftir að Paris hafði innbyrgt meira en 20 íbúfen töflur og reynt að skera sig á slagæð.
Þessi unga stúlka hefur drauma um að gerast leikkona en eftir að faðir hennar lést með dularfullum hætti árið 2009 hefur hún ekki haft marga að halla sér að.
Amma hennar Katherine Jackson er forsjáraðili barna Jacksons en Paris stofnaði nýlega til sambands við líffræðilega móður sína, Debbie Rowe.
Bæði móðir hennar og amma vilja að hún fái alla þá hjálp sem býðst því stelpan hefur verið illa haldin af þunglyndi.
Hún hefur einnig fengið styrk og stuðning frá X Factor dómaranum Demi Lowato en sú á sér svipaða sögu og Paris. Hún reyndi að fyrirfara sér, glímdi við átröskun, átti í erfiðu sambandi við föður sinn sem lést nýlega og var lögð í einelti eins og Paris sem greindi frá því í viðtali við Opruh Winfrey.
Þetta getur varla verið einfalt líf hjá þessari gullfallegu ungu dömu. Við vonum að hún nái sér sem fyrst á strik. Lestu meira um hana hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.