Það eru ekki nema tvær vikur síðan kærasti Paris Hilton til tveggja ára, River Viiperi, deildi myndum af þeim tveimur að kyssast og sagði hana algjöra gyðju þegar þessar dúkka upp.
Milljarðaerfinginn í kossaflensi við myndarlegan mann við heimili hennar á Malibu ströndinni. Og það er augljóslega heitt á milli þeirra.
Svo virðist sem Paris hafi þá lokið sambandi sínu við River Viiperi sem er heilum 10 árum yngri en hún en þau hafa verið saman í tvö ár. River er ættaður frá Finnlandi og Brasilíu og hefur starfað sem fyrirsæta.
Myndirnar sem hér má sjá voru teknar um helgina sem leið en Paris hélt partý heima hjá sér og stakk svo af með þessum myndarlega manni út í sjó þar sem þau léku sér á brettum og meira til en henni þótti augljóslega ekki mikilvægt að fela sambandið.
‘Be soft. Do not let the world make you hard. Do not let the pain make you hate. Do not let the bitterness steal your sweetness. Take pride that even though the rest of the world may disagree, you still believe it to be a beautiful place’.
Þetta má þýða: Vertu mjúk/ur. Ekki láta heiminn herða þig um of. Ekki láta sársaukan ala á hatri. Ekki láta biturleika stela sætleikanum úr þér. Vertu stolt/ur og haltu fast í að þér finnist heimurinn fallegur þó aðrir séu ekki sammála.
Mikil speki hjá Paris.
Þetta setti hún á Twitter eftir að þau River höfðu endalaust skiptst á dulbúnum kommentum til hvors annars á Instagram.
20 júlí skrifaði River: Á einhverjum tímapunkti áttarðu þig á að þú ert búinn að gera allt of mikið fyrir einhvern eða eitthvað, það eina rétta er að hætta því. Láta þau í friði. Ganga í burtu.
Í gegnum þetta má augljóslega greina að Paris og River eru ekki lengur par en þrátt fyrir það setti Paris status á Twitter í gærkvöldi um að hún væri að fara til Ibiza, í heimabæ síns fyrrverandi (án þess að taka það fram að hann væri fyrrverandi).
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.