Á eyjunni Isle St Louis, örstutt frá Sainte-Chapelle kapellunni í hinu gamla hjarta Parísarborgar er hið stórfenglega Notre Dame hótel.
Hótelið sjálft er í fjögur hundruð ára gamalli byggingu og var hannað af franska hátískuhönnuðinum Christian Lacroix.
Lacroix, sem er þekktur fyrir ríkmannleg efni og drottningarlega kjóla sem oft eru innblásnir af tísku fyrri alda sótti sér hugmyndir til suður Frakklands við hönnun hótelsins. Margt minnir á kastala innandyra en þar er að finna rauðar og bláar flauelisgardínur, ofin teppi á gólfum, veggfóður úr leðri, gamaldags áklæði og marmarabaðherbergi.
Ekki spillir svo fyrir að hótelið er í hjarta borgarinnar og auðvelt að ganga þaðan yfir á bæði hægri og vinstri bakkann og þræða eldgömul og sjarmerandi stræti.
Hotel Notre Dame
1 Quai Saint Michel
75005 Paris, Frakkland
01 43 54 20 43
75005 Paris, Frakkland
01 43 54 20 43
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.