Leikkonan Pamela Anderson var gjörsamlega búin á því eftir að hafa hlaupið 42 kílómetra á sunnudaginn í New York maraþoninu.
Pamela hljóp fyrir góðgerðarsamtökin J/P Haitian Relief Organization og safnaði heilum 75.000 dollurum.
Pamela stóð sig vel en viðurkenndi þó að hafa byrjað að æfa of seint fyrir hlaupið og þarft nú að taka afleiðingunum. Leikkonan birti mynd af sér eftir maraþonið þar sem hún lá flöt á rúminu og með klakapoka á hægra hnéinu og annan á mjöðminni. Fyrir neðan myndina stóð einfaldlega: “Ouch!“
Það tók Pamelu fimm klukkustundir og fjörutíu og eina mínútu að klára maraþonið. Dugnaður!
_______________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.