Pallíettur og kvenlegir samfestingar úr Coral Verslun – Ó svo Jóló!

Pallíettur og kvenlegir samfestingar úr Coral Verslun – Ó svo Jóló!

image-1

Ég hef alltaf laðast að öllu sem glitrar, sérstaklega pallíettum sem eru dásamlegar. Þær eru eins og leðrið og gallaefnið sem koma alltaf aftur og aftur í tísku.

img_0386Eins og svo oft áður koma pallíetturnar sterkt inn á þessum árstíma og ég tek því fagnandi því nú er akkúrat tíminn til að glitra.

Velour og gagnsæ efni eru einnig mjög vinsæl fyrir jólin ásamt samfestingum, bæði stuttum og síðum.

Mér finnst mjög gaman að klæða mig upp og þá hafa gjarnan sterkir litir orðið fyrir valinu.

Í ár eru litirnir allskonar, burgundy, svartur, beige, brúnn, hvítur, grænn eða bleikur.
Við Margrét skemmtum okkur konunglega við að skoða, þreifa á glimmeri og máta skvísukjóla.

Það er pínulítið erfitt að labba út tómhent út úr versluninni en ég tók ástfóstri við svartan samfesting eða heilgalla með víðum skálmum og nude millisíðan kjól sem ég er mjög ánægð með. Bæði get ég notað við ýmis tækifæri og þá bætt við skarti eða tónað niður.

Ég mun síðan koma aftur og máta fleiri pallíettukjóla fyrir áramótin.

Coralverslun.is er ein vinsælasta vefverslun landsins og starfar fyrst og fremst sem netverslun en ef þú ert hrifnari af því að prófa flíkina þá geturðu, eins og fyrr segir, kíkt við í Lágmúlanum þar sem verslunin er til húsa og skoðað úrvalið.

Þær eru líka með fullt af góðum og vinsælum snyrtivörum sem eru frábærar til jólagjafa og fötin sem fást í Coral Verslun eru í ótrúlega miklu úrvali af stærðum.

fullsizerender-copyimg_0384

Ég tók saman smá myndband úr ferðinni. Sjón er sögu ríkari… (passaðu bara að lækka aðeins í hljóðinu, er svolítið hátt 🙉)

Einn af þessum ótalmörgu pallíettukjólum er með svokölluðu hologram mynstri, er silfurlitur og marglitur í senn. Algjör dýrð!

fullsizerender

 

Coralverslun er opin alla virka daga 15-18 í Lágmúla 4 (108 Rvk) – keyrt er niður hægra megin með húsinu.

 

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest