MAC hefur getið sér gott orð í heimi snyrtivara og það með réttu enda æðislegt merki!
Sem förðunarfræðingur nota ég vörurnar frá þeim mikið ásamt öðrum gæðamerkjum og ef ég ætti að nefna mína uppáhalds MAC vöru sem ég nota hvað mest, þá hlýtur það að vera Paint Pot!
Paint Pot er grunnur fyrir allskyns augnfarðanir og dúllerí. Grunnurinn kemur í ótal fallegum litum, hægt er að nota hann einan og sér eða undir aðrar vörur. Ef hann er notaður undir augnskugga dregur hann litinn meira fram, þeir haldast betur á og verða fallegri áferðar. Svo þarf líka að vinna minna með litina fyrir vikið!
Þess má geta að hann er til dæmis fullkominn undir smokey augnförðun þar sem að skuggarnir eiga það til að hrynja niður og skapa “glóðarauga”. Með Paint Pot er þetta vandamál nánast úr sögunni.
Grunnliturinn sem ég nota í flestar augnfarðanir heitir Painterly. Hann er húðlitaður og gengur með flest öllu.
Ég mæli hiklaust með Paint Pot fyrir allar þær sem vilja flotta förðun með sem minnstri fyrirhöfn.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com