Að gefa manninum sínum afmælis blowjob í morgungjöf, taka símann hans upp til að líta á klukkuna og sjá þá í miðju kafi að kallinn stendur í brjáluðu framhjáhaldi hlýtur að vera martröð hverrar konu en þessa hörmung upplifði þriggja barna móðirin Karen á fyrstu mínútum fyrsta þáttar af Pabbahelgum. Óhætt er að segja að senan hafi ekki verið fyrir viðkæma enda þættirnir bannaðir innan sextán.
Tilvistarkreppur miðaldra fólks
Hin óheppna Karen er hugarfóstur Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, en hún leikur aðalhlutverkið, leikstýrir og skrifaði handritið að þáttunum ásamt þeim Huldari Breiðfjörð og Sólveigu Jónsdóttur:
„Huldar hafði fengið gagnrýni fyrir að vera of góður að koma krísu miðaldra karlmanna á tjaldið. Þannig ég hugsaði „já, ég fæ þann besta!“ svaraði Nanna Davíð Roach Gunnarssyni í viðtali á RÚV þegar hann spurði hana um sjónarhorn karlmanna í handritinu.
Appelsínuhúð og Iittala
Raunveruleiki miðaldra Íslendinga af millistétt er undursamlega skapaður af Nönnu. Iittala stell, múmínálfabollar, Epal fatatstandur og appelsínuhúð. Allt á sínum stað og flestir, ef ekki allir, ættu að tengja að minnsta kosti smá. Við þekkjum nefnilega öll þessar týpur og erum jafnvel bara nákvæmlega eins. Kannski óþægilega eins. Og þið sem hafið upplifað framhjáhald, eða staðið í skilnaði, ættuð nú líka að tengja.
Það má segja margt gott um þennan fyrsta þátt en það besta þykir mér að þetta er ekki svona skandinavískt skilnaðardrama með hori og tilbehör heldur er þrusufínn húmor í þáttunum. Lúmskur en góður og leikararnir standa sig mjög vel. Ég hlakka að minnsta kosti til að sjá þátt nr. 2 næsta mánudag og enn meira hlakkar ég til að lesa yfirferðina sem Ingibjörg Sigfúsdóttir ætlar að skrifa hér á Pjattið eftir hvern þátt.
Ríkapp drottningin af Íslandi
Ingibjörg, sem er einn æstasti aðdáandi norrænna sjónvarpsþátta (ásamt sjálfri mér) hefur alveg slegið í gegn á FB með skemmtilegum „ríköppum“ sem nálgast það að vera jafn skemmtileg (og stundum skemmtilegri, amk yfir Viðeyjargátunni) en sjálfir þættirnir.
Hin ókrýnda ríkapp drottning Íslands rýnir í næstu skref, veltir upp ótal spurningum sem tengjast plottinu og fer jafnvel í smáatriðum yfir fallegar flíkur og annað skemmtilegt sem kemur fyrir á skjánum.
Þessi ríköpp væru auðvitað ekki möguleg ef við værum ekki að fylgjast með þáttunum í línulegri dagskrá svo ef þú ætlar að vera með okkur í þessu þá máttu alls ekki lesa ríköppin hennar Ingibjargar fyrr en þú ert BÚIN/N að horfa á þáttinn!
Stay tuned!
Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir og Marteinn Þórsson.
Aðalhlutverk: Nanna Kristín Magnúsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Framleiðsla: Zik Zak kvikmyndir og Ungar kvikmyndafélag.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.