Getur það verið að tvær manneskjur sem eru ekkert skyldar hvor annari séu það líkar að það mætti halda að þær væru tvíburar?
Kanadíski listamaðurinn Francois Brunelle fékk þá hugmynd eftir að hafa heyrt margar manneskjur segja við sig hversu mikið hann líkist Mr. Bean.
Hann varð mjög heillaður af þeirri hugmynd að það væru tvær manneskjur í heiminum rosalega líkar án þess að vera eitthvað skyldar og fór þá af stað með þetta tvífara verkefni.
Ég hef oft heyrt það í gegnum tíðina að ég sé lík hinni og þessari manneskju en ég hef aldrei hitt tvífara minn.
Hefur þú hitt tvífara þinn?
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.