Eitt af því skemmtilegasta við Mad Men þættina er að furða sig á því hvað mikið hefur breyst í lífstílsvenjum og samskiptum kynjanna frá því að amma og afi voru ung.
…en hér eru frábærar auglýsingar frá sama tíma sem sýna okkur hversu ótvíræðar breytingar hafa orðið í menningu okkar á undanförnum árum. Karlar fá t.d. ekki að flengja konurnar sínar, jólasveinninn er hættur að reykja og Dídí litla má ekki fá Sprite í pelann sinn.
Smelltu á litlu myndirnar til að stækka þær upp -og flissa og furða þig á þessu milli þess sem þú andar í poka:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.