Mér datt í hug að prófa hvað hægt væri að komast upp með í Photoshop. Fann því þessa líka fínu mynd og photosjoppaði hana til.
Myndi samt alls ekki kalla þetta fullkomna aðgerð (photoshop sérfræðingar vita hvað ég á við) en spáðu samt í hvað er hægt að gera með þessu og um leið hvað það er furðulegt að flestar stelpur skuli í raun stjórnast af fyrirmyndum sem er búið að “laga” og breyta hægri vinstri áður en þær fara í prentun. Þannig má segja að útlitslegu fyrirmyndirnar séu meira eins og teiknimyndir fremur en konur sem eru einfaldlega laglegar og/eða vel snyrtar.
Það tók mig rúman hálftíma að breyta þessum bresku stelpum í “fyrirsætur” með nokkrum aðgerðum í Photoshop.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.