Þó að stjörnurnar keppist hver við aðra að vera í fallegasta kjólnum þá geta þær ekki allar hitt i mark og hér eru nokkrir kjólar sem vöktu litla lukku..
Chloé Sevigny sem alltaf er mjög spes í klæðnaði virðist hafa vafið um sig svefnherbergisgluggatjöld ömmu sinnar. En ég veit ekki hvor mér finnst verstur, dúskakjóll Shar Jackson (fyrri barnsmóðir K-fed) eða hinn hryllilegi Obama-kjóll!?
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.
4 comments
Mér finnst þessi fyrsti samt alls ekki svo slæmur, en hvað í fjandanum er málið með obama kjólinn? Hahaha
Obama kjóllinn er fáránlegur. Hvað með að gera Davíð Oddsonskjól?
Hahaha.. ja þessi Obama kjóll er alveg fáránlegur, efast um að nokkur fengist til að ganga í Davíð Oddson kjól, jah.. eða Ólaf Ragnar kjól!
Ég setti inn fyrsta hvíta kjólinn því mér finnst hann afar misheppnaður, blanda af tjulli á la Jóhanna Guðrún í Euro 09 og brúðarkjól Ásdísar Ránar, sem var að mig minnir líka með svona skoru svo sæist í bert hold..
Þetta er vísun í afrískar hefðir. Víða í sunnanverðri Afríku ganga konur í “capulana”, sem er nokkurskonar dúkur með litríku mynstri, oft með andlitsmyndum af forsetum eða öðrum stjórnmálaforingjum.