Það var heilmikil skemmtun í nótt þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í 85 skiptið í Dolby Theatre og lítið kom á óvart en þeir sem voru sigurstranglegastir hlutu styttuna eftirsóttu.
Hér eru helstu vinningshafar kvöldsins:
Ben Affleck fékk verðlaun fyrir bestu myndina Argo
Anne Hathaway hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Les Misérables eða Vesalingunum.
Jennifer Lawrence sannaði að fall er fararheill en hún datt á leiðinni upp á svið þegar hún tók við verðlaunum sem besta leikkonan fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook
Daniel Day Lewis bætti enn einni styttunni í safnið þegar hann tók við Óskarnum fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Abraham Lincoln í kvikmyndinni Lincoln.
Christoph Waltz hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Django Unchained.
oooog Söngkonan Adele hlaut síðan Óskarinn fyrir besta lagið úr kvikmyndinni Skyfall!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig