Óskarinn 2016 fór fram í nótt og var mikið um glamúr og glys. Ég hafði að sjálfsögðu mestan áhuga á förðuninni sem stjörnurnar skörtuðu.
Það sem mér fannst helst áberandi voru brúnar og nude varir (kemur svo sem ekki á óvart þar sem þessir litir hafa verið mikið í tísku upp á síðkastið), en einnig sáum við vínrauðar og coral litaðar varir. Augnförðunin einkenndist ýmist af léttu smokey, eyeliner eða mjög náttúrulegri augnförðun. Húðin var einnig náttúruleg með ferskum kinnalit og léttri skyggingu.
Hér koma nokkrar nærmyndir af stjörnunum sem skörtuðu bestu og verstu förðuninni að mínu mati
5 bestu farðanirnar:
Sophie Turner
Dramantísk augnförðun (samt ekki of mikið) og fullkomnar varir
Chrissy Teigen
Falleg bronsuð augnförðun og varir í stíl
Sofia Vergara
Eyliner undir og yfir og berjalitaðar varir
Rooney Mara
Grá brúnn augnskuggi og berjalitaðar varir. Mér finnst þessi förðun æðisleg og svolítið öðruvísi
Kerry Washington
Eyeliner, augnhár og nude varir. Fullkomið
5 verstu farðanir:
Alicia Vikander
Mér finnst þessi förðun frekar litlaus og óspennandi
Brie Larson
Mér finnst liturinn á vörunum ekki gera neitt fyrir Brie
Naomi Watts
Ágætis förðun svo sem, en ég fíla varalitinn alls ekki finnst liturinn og áferðin ekki skemmtileg.
Jennifer Lawrence
Þessi förðun hefði getað verið flott, hálfur eyeliner og nude varir. Mér þóttu gerviaugnhárin bara svo skökk og skrítin á henni þó það sjáist ekki alveg á þessari mynd.
Reese Witherspoon
Þessi förðun er einnig ágætlega vel gerð en mér finnst hún eitthvað svo óspennandi. Fíla varirnar ekki.
Hér má skoða farðanirnar stjarnanna í heild sinni:
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com