Óskar Örn Arnarson, leikstjóri, hefur heldur betur slegið í gegn með grínmynbandi sem hann setti á youtube síðastliðinn föstudag. Nú eru liðnir 3 sólarhringar frá því að myndbandið fór í loftið en nú þegar hafa rúmlega 7 milljónir horft á það.
Fjölmiðlar tóku snemma eftir þessu gríðarlega áhorfi sem átti sér stað á skömmum tíma en fjallað hefur verið um Óskar og myndbandið í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Má þar m.a. nefna Telegraph, MTV, People Magazine, The Verge, Time, Empire Magazine, Perez Hilton, Vanity Fair, Wired, The Huffington Post, The Guardian, Hollywood Reporter, Esquire, Yahoo News, SlashFilm og Entertainment Weekly. Þá hafa ABC News og Good Morning America sett sig í samband við leikstjórann.
Á meðal þessara 7 milljón áhorfenda leynast stór nöfn. Þar á meðal Zooey Deschanel, þekktust fyrir hlutverk sín í The New Girl og Yes Man, Siva Kaneswaran úr The Wanted og Dave Prowse, Darth Vader sjálfur.
Alright Alright https://t.co/osL50jzLmW #StarWarsTheForceAwakens
— Dave Prowse (@isDARTHVADER) April 17, 2015
Hægt er að gerast áskrifandi að youtube rás Óskars með því að smella á SUBSCRIBE. Þess má geta að Pjattrófurnar voru svo lukkulegar að rekast á youtube-stjörnuna á Slippbarnum á laugardaginn og spurðu hann út í málið, – hvernig fór hann að þessu. Óskar segist hafa farið eftir þremur einföldum skrefum úr bókinni Hvað er víral? 3 auðveld skref til þess að fá 5 milljón birtingar á sólarhring. Við erum auðvitað búnar að lesa bókina spjaldanna á milli og væntanlega verður ekki löng bið í að við rófur verðum víral líka. Óskar á og rekur Auglýsingastofuna 99.
Hér má sjá eitt af verkum stofunnar sem nýlega var unnið fyrir Kvikmyndaskóla Íslands til sýninga í sjónvarpi- og kvikmyndahúsum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.