Marta Jónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, hefur bæði fágaðan og vandaðan smekk.
Við fengum að vita hvað er á óskalistanum hennar Mörtu og það er ekki um að villast, daman er sannkallaður hefðarköttur og fagurkeri fram í fingurgóma.
Skórnir
Klassískir svartir Christian Louboutin hælar
Fríið
Positano á Ítalíu. Paradís á jörðu.
Kjóllinn
Ég segði ekki nei við þessum gullfallega kjól frá Ellu í ljósbláu.
Taska
Mig dreymir um ljósa Chanel tösku – þessi myndi alveg duga!
Kökurnar
Makkarónur frá Ladurée í Frakklandi. Pistasíu, sítrónu, karamellu og rósablaða eru guðdómlegar.
Fyrir börnin
Sumarlegur blazer jakki frá Jacadi fyrir strákana mína.
Snyrtivaran
Þetta sólarpúður frá Bobbi Brown.
Uppáhalds veitingastaðurinn?
The Wolseley í London. Alltaf fullkominn hvort sem er í morgunmat, hádegismat, high tea eða kvöldmat.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.