Fatahönnuðurinn Oscar de la Renta féll frá í gær eftir baráttu við krabbamein. Hann er þekktur fyrir fallega kjóla sína en fjölmargar stjörnur hafa klæðst hönnun hans á rauða dreglinum og við sérstakar uppákomur.
Hönnun hans vekur oftar en ekki mikla athygli. Ég er ný búin að taka saman kjóla sem stjörnurnar hafa klæðst eftir hann upp á síðkastið og finnst því viðeigandi að birta þá samantekt í dag.
Vinir Oscars úr tískuheiminum hafa margir minnst hans í dag, þar á meðal ritstýra Vogue, Anna Wintour.
Þetta er mómentið sem ég tók fyrst eftir hönnun Oscars…
Carrie Bradshaw í Sex and the City þátunum frægu klædd í þennan gullfallega kjól eftir hann!
Amal Clooney klæddist brúðarkjól eftir hann fyrir mánuði síðan, heppin hún!
Hér fyrir neðan eru myndir af ýmsum viðburðum í ár þar sem stjörnurnar klæðast hönnun hans…
Hans verður svo sannarlega minnst sem eins af bestu fatahönnuðum samtímans!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com