Það er ekkert öruggt … eða jú, það er öruggt að ekkert er öruggt (nema skattar og dauði).
Heimili, vinna, vinir, fjölskylda … ég hugsa að alltof margir taki stórum hluta lífs síns sem sjálfsögðum hlut.
Og ég hugsa að alltof margir hafi óþarfa áhyggjur. Óþarfa vegna þess að ekkert er öruggt.
Vonaðu það besta en búðu þig undir það versta. Það er mun betra að gera sér grein fyrir fölsku öryggi og vera þá tilbúin þegar breytingar skella á; vinnumissir, ástvinamissir og þar fram eftir götunum.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.