Ég heiti Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg og ég er að verða 28 ára. Á einn son, hann Baltasar Goða og er ófrísk af mínu öðru barni. Minn heittelskaði, eða ástmaður minn eins og ég kýs að kalla hann, heitir Hlynur Steinn Þorvaldsson.
Hlynur um Hlyn frá Hlyni…
Við hittumst fyrst í ágúst 2008. Hlynur er lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu en þetta sumar var hann að leysa af fyrir vestan, á Ísafirði. Sjálf er ég frá Ísafirði. Ég var að keyra heim af skemmtilegu sveitaballi sem kallast Rokk og Rolla og á leiðinni heim, í Önundarfirði er ég stoppuð af lögreglunni, ég er beðin um ökuskírteini og svo fékk ég að fara. Nokkrum mánuðum seinna, nánar til tekið í október fæ ég sent email frá þessum fallega lögreglumanni sem ég sá í ágúst.
Að sjálfsögðu viss hann nafnið mitt þar sem að hann hafði beðið mig um ökuskírteini um sumarið:) Við förum að tala saman í gegnum email og síma í nokkrar vikur og svo biður hann mig um að hitta sig. Ég var einstaklega upptekin næstu daga en segi honum að ég sé að fara í bíó n.k. fimmtudagskvöld með nokkrum vinkonum og hann sé velkominn með. Karluglan mætti að sjálfsögðu með í bíó, fyrsta deitið okkar var sum sé með 4 öðrum vinkonum mínum, í bíó og það sem meira er myndin sem við horfðum á var…
HOUSE BUNNY!
Eftir þetta var ekki aftur snúið og í dag búum við saman með 3 ára syni okkar og eigum von á öðru barni í sumar.
Það sem var einstaklega skemmtilegt við þetta allt saman var það að fólk trúði mér ekki þegar ég var að segja frá þessum ástmanni mínum ástæðan var þessi:
- Maðurinn minn heitir Hlynur OG pabbi minn elskulegi heitir líka Hlynur.
- Maðurinn minn er lögreglumaður OG pabbi minn elskulegi er það líka.
- Maðurinn minn á afmæli í febrúar OG pabbi minn elskulegi á einnig afmæli í febrúar.
Á þessum bæ erum við ekki að flækja hlutina;)
Kær kveðja
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.