Mary Jane eða “Mae” West fæddist árið 1893 og lést árið 1980. Hún var leikkona, leikskáld, söngkona og kyntákn en ferill hennar stóð í um sjö áratugi.
Ég heyrði fyrst af Mae West hjá vini mínum sem er samkynhneigður. Mae hefur í áraraðir notið mikillar hylli hjá hommum enda algjör díva og var með endemum hnyttin.
Undir lok ævinnar, eða milli 1970 – 1980 var hún komin með viðurnefnið “The Queen of Camp” en Mae hélt áfram að leika og skemmta fram á síðustu stundu eins og alvöru drottninga er siður – Þær gefast aldrei upp fyrir ellikerlingu.
Segja má að hún sé í raun allra frægust fyrir orðheppni sína en brandararnir sem hafa fallið af vörum Mae West eru sumir alveg gersamlega frábærir og margir heimsfrægir í dag án þess að fólk viti hvaðan þeir koma upphaflega.
Hún var þó ekkert sérstaklega vinsæl hjá borgarastéttinni í gamla daga enda sjálfsöruggur og sérlega glamúrus kvenvillingur sem fór aldrei leynt með áhuga sinn á kynlífi og karlmönnum og margt af því fyndasta sem féll af hennar vörum snerist einmitt um eitthvað tvírætt, stráka og ástarmál.
Hún byrjaði feril sinn á leiksviði en fljótlega flutti hún til Hollywood og lék þar í mörgum myndum. Hún er talin meðal 15 skærustu kvikmyndastjarna síðustu aldar og hún hafði gríðarlega mikil áhrif á margar sem síðar birtust á hvíta tjaldinu, meðal annars Marilyn Monroe.
Hér eru nokkrar laufléttar þýðingar á hnyttninni í Mae West. Vonandi verða einhverjar af vinsælustu myndum hennar gerðar upp á nýtt, það fer alveg að koma tími á Mae West endurkomu, – þessi dama var æðisleg.
Ertu með byssu í vasanum eða ertu bara svona glaður að sjá mig?
– “Is that a gun in your pocket or are you just happy to see me”
Hugsaðu um útlitið – Það hefur enginn sagt að ástin sé blind
– “Look your best – who said love is blind? “
Þegar ég er góð þá er ég mjög góð en þegar ég er slæm þá er ég betri
– “When I’m good, I’m very good but when I’m bad I’m better”.
Það eru ekki mennirnir í lífi mínu sem skipta máli heldur lífið í mönnunum mínum
– “It’s not the men in my life that count, it’s the life in my men”.
Af tvennu illu þá vel ég alltaf það sem ég hef ekki prófað áður
– “Between two evils, I always pick the one I never tried before”.
Ég prófa allt einu sinni, tvisvar ef ég fíla það, þrisvar til að vera viss
– “I’ll try anything once, twice if I like it, three times to make sure”.
Karlmaður getur verið lítill, kubbslegur og jafnvel sköllóttur en ef hann er fullur af eldmóði þá munu konur kunna að meta hann.
– “A man can be short and dumpy and getting bald but if he has fire, women will like him”.
Mamma hans hefði átt að henda honum en halda storkinum
– “His mother should have thrown him out and kept the stork”.
Sumt er svo bara ekki hægt að þýða 😉 …
“A good man is hard to find, but a hard man is good to find”
“Why don’t you come up and see me sometime when I have nothing on but the radio”
“I’m no model lady. A model’s just an imitation of the real thing.”
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.