Reykjavik
05 Dec, Wednesday
2° C
TOP

Það sem við vildum að foreldrar okkar hefðu sagt

Í dag tók ég sama nokkrar yndislegar setningar sem fullorðið fólk vildi óska að foreldrar þeirra hefðu sagt þegar þau voru börn.

Setningar sem eru það öflugar og innihaldsríkar að þær gætu hafa mótað persónuleika þeirra til lengri tíma og gert þau að betri manneskjum.

Barn sem alið er upp við háð og spé verður feimið og bælt með tímanum. Barn sem alið er upp við gagnrýni verður dómhart. Barn sem alið er upp við vantraust lærir að ljúga. Barn sem alið er upp við andúð verður fjandsamlegt. Barn sem alið er upp ástúð lærir að elska.

Lítil eyru hlusta meðan fullorðnir tala. Þeirra heimur er þröngur og hver angi svo mikilvægur. Það er margt sem við segjum sem við ekki endilega áttum okkur á að börnin heyra, eða vægi þess. Við lifum mörg í miklum hraða og fáum ekki, eða gefum okkur ekki, endilega mikinn tíma til að íhuga hvað við segjum. Samskipti eru svo nátengd hugarfari, líðan, trú okkar og gildum en einnig vellíðan og upplifunum hvern dag. Þolinmæði, innri friður, sjálfstal og annað hefur áhrif líka – en það er efni í annað blogg. Þetta getur líka snúist um um að fara úr ómeðvituðu ástandi í að vakna upp og velja okkar orð betur.

Hér eru þessar fallegu setningar:

„Ég elska þig sama hvað gerist.“
„Þú ert fullkomin/n alveg eins og þú ert. Jafnvel þó þú þurfir að hafa meira fyrir því að halda í við hina, þú ert jafn mikils virði og eins falleg eins og hinir.“
„Þegar fólk sýnir þér sitt raunverulega sjálf, trúðu þeim.“
„Ég er svo stolt/ur af þér.“
„Þú ert elskuð/elskaður. Þú hefur rétt á því að finna þær tilfinningar sem þú finnur á hverjum tíma.“
„Ég er að hlusta. Ég heyri í þér. Rödd þin skiptir máli. Það sem þú segir er mikilvægt.“
„Èg er stolt/úr af þér, ég elska þig og ég tek fagnandi forvitni þinni.“
„Trúðu á sjálfa/n þig og ekki hafa áhyggjur af annarra áliti.“
„Það er allt í fína að mistakast.“
„Þú ert nóg! Þú ert örugg/ur! Þú ert mikils virði! Þú ert mikið elskuð/elskaður.“
„Mér þykir það leitt, ég hef ekki alltaf verið besta foreldrið og ég hef tekið slæmar ákvarðanir, þær hafa ekkert með þig að gera heldur bara mig.“
„Þú ert gáfuð/gáfaður“
„Stundum muntu gera mistök, en það er allt í lagi. Þú ert ekki slæm manneskja þegar þú gerir eitthvað vitlaust. Þú ert að læra.“
„Þú ert falleg/ur að innan og utan. Ég elska þig skilyrðislaust. Hvað getum við saman gert til að hjálpa þér sem við erum báðar/báðir/bæði sátt við að gera?“
„Það verður ekki auðvelt, en það verður þess virði.“
„Það er ekki hvað gerist fyrir þig, heldur hvernig þú tekst á við það“
„Rödd þín heyrist og þínar tilfinningar skipta máli.“
„Sjálfsöryggi.“
„Settu eina hendina á maga þinn og hina á hjarta þitt, og finndu andadrátinn þinn.
„Hvað vilt ÞÚ gera?“
„Þú getur gert allt sem þig dreymir um“
„Þú ert í lagi alveg eins og þú ert – gerðu það sem þú elskar.“
„Þú ert falleg/ur“
„Það er allt í lagi að vera oft hræddur, það er allt í lagi að finna öfund eða sorg. Ekki byrgja þessar tilfinningar inni. Hér er öruggur staður til að tala um þær tilfinningar og það er öruggt að tjá þær.“

Þessar setningar eru hlutir sem fullorðnir einstaklingar óskuðu að hafa alist upp að heyra, en þetta er líka hægt að segja við fullorðna einstaklinga, – maka, systkini, vini eða foreldra.

Aldrei of gömul fyrir ást og öryggi

 

Fólk verður aldrei svo gamalt að það langi ekki til að upplifa öryggi, stuðning, trú, ást og umhyggju. Oft þurfum við bara einhvern með okkur í liði sama hvað á gengur og börnin okkar þurfa auðvitað sérstaklega á þessu að halda.

Við foreldrarnir erum allt fyrir þeim á fyrstu árunum og þó þau verði sjálfstæð þá hverfur sú tenging og áhrif aldrei sem verða á þeim árum.

Enginn er fullkomin og það er gaman að segja að það er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt en við gerum okkar besta og erum alltaf að læra sem betur fer.

Þessi pistill er skrifaður til að vekja okkar til umhugsunar en þegar ég las svörin þá læddist fram bros enda eru þetta allt fallegar setningar til að deila með litlu gullmolunum okkar – nú eða bara okkur sjálfum <3

Sylvía Sigurðardóttir er týpískur tvíburi – félagslynd, pælari, málgefin, fjölhæf, forvitin og vill fjölbreytni og jákvæðni í lífinu. Ferðamálafræðingur og menntaður einkaþjálfari og mikil áhugamanneskja um andlega og líkamlega heilsu. Hún býr á Spáni ásamt kærasta og fimm ára syni þeirra og þau njóta sólarinnar í botn. Sylvía elskar að vera í sólbaði og sötra græna djúsa en nýtur enn meira hreyfingu, útivist, náttúruna, áskoranir og hollan og góðan mat. Það sem skiptir hana helst máli er að lifa lífinu lifandi, vera góð við fólkið sitt og njóta hvers dags!