Viltu breyta lífi þínu?
Byrjaðu að lesa nýju bókina hennar Siggu Kling, Orð eru álög!
Eins geturðu skráð þig á samnefnt lífsstílssnámskeið sem er byggt á bókinni og fram fer í dag, 1. febrúar á Manni lifandi mili kl. 18-20.
Það þekkja margir Siggu Kling. Hún hefur notið fádæma vinsælda og verið eftirsótt á alls kyns fundi, námskeið og skemmtanir. Færri vita að hún var alltaf staðráðin í að skrifa bækur seinna meir á lífsleiðinni og Orð eru álög er frumraun hennar.
Bókin Orð eru álög snertir hjörtu þeirra sem lesa hana, vekur fólk til umhugsunar um líf sitt – hvernig er hægt að ná betri tökum á því og vera hamingjusamari.
Sigga Kling er mikil perla og lífsspeki hennar ætti að vera kennd í öllum grunnskólum landsins. Eintak af bókinni ætti einnig að hvíla á náttborðum sem flestra.
Það er sérstaklega gaman að grípa tilviljanakennt niður í bókinni og lesa það sem upp kemur. Hugmyndirnar koma á óvart og frásagnarstíll Siggu er sprelllifandi og hreinsilinn, hún þorir að tala út um hlutina og boðskapurinn er eitthvað sem allir hafa áhuga á.
Til dæmis kennir hún fólki að lokka ævintýrin inn í líf sitt, elska sjálft sig, elska líkama sinn og kynfæri, bera virðingu fyrir öðrum, læra að túlka drauma sína og fá handleiðslu í gegnum draumana, tengja sig betur við sálina og vera meðvitaðri um styrkleika sína. Þetta er mannbætandi lesning.
Inn á mili kaflanna laumar Sigga inn frábærum heilræðum eins og þessu:
Með einu skrefi fer allt af stað, svo mundu bara að taka það.
Með einni hugmynd fæðist líf, á háhæluðum ég Esju klíf.
Þú ávallt skalt gera allt þú vilt, það er ekki vinsælt að vera stillt.
Námskeiðið Orð eru álög – er byggt á þessari góðu bók og sló í gegn þegar það var haldið í fyrsta skipti.
Það kostar litlar 2.900 kr. og innifalið í verðinu er hljóðdiskurinn „Þú ert frábær“ sem tengist einmitt efni námskeiðsins.
www.madurlifandi.is skráning á netfangið: gg@madurlifandi.isGuðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.