Fyrr á þessu ári var mér boðið í sérstaka pressuferð til Berlínar þar sem Germany lína OPI var kynnt til sögunnar á flottasta hóteli borgarinnar, Kempinski.
Ferðin var mjög fróðleg og einstaklega gaman að kynnast þessari hlið ‘bransans’ enda magnað hversu mikið er lagt í kynningar þegar stór og stöndug snyrtivörufyrirtæki eru annars vegar.
OPI fyrirtækið er fremst á sínu sviði þegar kemur að markaðssetningu á naglalakki en hefðin er að gefa út lökk sem tengjast ákveðnu þema og gefa þeim svo einstök og skemmtileg nöfn. Til að mynda hafa áður komið á markað línur kenndar við Holland og Frakkland og er litaval og markaðssetning spunnin út frá menningu landsins.
Í OPI Germany línunni er lykilorðið The Elegant Side of Edgy og litavalið er nákvæmlega þannig. Svolítið á ‘jaðrinum’ en á sama tíma er mikill klassi yfir öllu – (gæti útlagst Fágaða hlið flippsins á íslensku?).
Litirnir spila mjög skemmtilega saman, eru bæði ‘metallic’ og mattir og ég tók eftir því að nýjasta “trendið” er að lakka eina nögl í öðrum lit sem tónar samt við restina. Þá er t.d. hægt að hafa baugfingurinn, eða fingur sem bera hringa, í einhverjum einum lit og restina í öðrum sem samt tónar fallega með.
DEUTCH YOU WANT ME BABY?
Eins og vaninn er með OPI þá eru nöfnin á lökkunum bæði fyndin og skemmtileg. Það hljóta að vera mikil ljóðskáld og snillingar á bak við þessi skrif því þetta er svo skemmtilega upp hugsað alltaf. Mér skilst reyndar að Suzi Weis, konan á bak við lökkin sé upphafsmanneskja þess að setja svona sniðug nöfn á litina en hún gefur nú nöfnunum grænt ljós eftir því sem við á.
SETUR STEFNUR OG STRAUMA
Líklegast er óhætt að segja að Suzi Weis sé fremst meðal jafningja þegar kemur að því að setja stefnur og búa til tískustrauma í naglalökkum. Hún vinnur náið með ólíkum aðilum sem eru áberandi í hönnun, kvikmyndum og tískugeiranum en meðal einhverra má nefna Nicky Minjay, Kate Perry, Disney, Dell ofl.
Hún á það t.d. skuldlaust að virðulegar frúr tóku allt í einu upp á því að nota dökk naglalökk en það var liturinn Lincoln Park After Dark sem segja má að hafi rutt þar brautina. Eggaldinn dökkur litur sem fer öllum vel og stjörnurnar voru ekki lengi að byrja að skarta honum. Síðan hafa komið ótal fallegir OPI litir á markaðinn sem rjúka út eins og heitar lummur hverju sinni.
OPI er með frábæra Facebook síðu þar sem alltaf má lesa um það nýjasta frá þeim og eins snilldar heimasíðu þar sem hægt er að fá allskonar góð ráð í sambandi við handsnyrtingu og fleira. Kíktu á hana HÉR… Svo er HÉRNA frábær úttekt á ÖLLUM lökkunum í línunni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.