Ég hef alltaf elskað naglalökk og hafi ég smá pening til að eyða þá hef ég reglulega keypt mér naglalökk. Ég er týpan til að eiga fullt í “sama lit” en auðvitað sé ég mikinn mun á þeim, það er alltaf tónamunur og mismunandi hversu sterkur eða skær liturinn er.
Stundum hef ég átt fleiri liti en snyrtivörubúðin sem ég hef unnið í, sem betur fer hefur það breyst og ég á ekki lengur meira en snyrtivörudeildirnar eða sérvörubúðirnar.
Ég hef lengi verið aðdáandi að OPI naglalökkum enda æðislegt hvað það koma margar línur á ári og þau eru með skemmtilegustu nöfnin. Germany Collection er loksins komið í verslanir og ég dreif mig út í búð til að fá að sjá þessa liti í eigin persónu. Ég var eins og krakki í boltalandi, mér finnst svo gaman að skoða og velja. Ég keypti mér Ger-minis kassann með 4 litlum flöskum en er samt með hugann við allavega 2 liti í viðbót.
Farin að íhuga mynstur til að setja á neglurnar með Ger-Minis en nöfnin í OPI GERMANY línunni eru…
- Don’t Talk Bach To Me
- Unfor Greta Bly Blue
- Berlin There Done That
- Germanicure By OPI
- My Very First Knockwurst
- Every Month Is Oktoberfest
- Danke Shiny Red
- Nein Nein Nein OK Fine
- Snapps Out Of It
- Suzi & The 7 Dusseldorfs
- Don’t Pretzel My Buttons
- Deutsch You Want Me Baby
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.