OPI appið er forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir þér kleift að finna hvaða naglalakk hentar þér og þínum nöglum. Forritið er frítt til niðurhals.
Það virkar þannig að þú byrjar á að stilla húðlit handarinnar sem birtist á skjánum og lengd nagla sem á við þig persónulega. Þetta er einfalt og þægilegt og tekur enga stund.
Þá kemur að því að velja lakk. OPI setur öll sín lökk og litbrigði inn í appið svo úr nógu er að velja.
Hægt er að velja lit eftir línum eins og Coca Cola, Neon, Brazil, Liquid Sand, Metallics o.fl.
Einnig er hægt að velja liti eftir litaþema og eru þá allir bláir tónar flokkaðir saman, allir bleikir saman o.s.fr.v.
Appið býður upp á þann möguleika að ,,læka“ sína uppáhalds liti með því að ýta á lítið hjarta á skjánum. Þannig safnar maður sínum uppáhalds litum og heitunum á þeim í einn flokk og er ekki lengi að finna þá þegar í búðina er komið. Þannig þurfum við ekki að leggja á minnið nöfn eða númer lakksins. Ekki skemmir þó fyrir hversu skemmtileg nöfnin eru hjá OPI og því oft auðvelt að muna þau.
Ef þú mannst nafnið á einhverju lakki en ekki nákvæmlega hvernig það lítur út er líka hægt að leita í forritinu að ákveðnum lit.
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!