Flest erum við mjög heilluð af sögum forfeðra okkar. Ömmur og afar. Langömmur og langafar. Við eigum sögur og myndir af þessu fólki og dáumst að því hversu miklir töffarar þau voru, falleg, flott og algjörir naglar mörg hver. Mögnuð í lífsbaráttunni.
Á vefnum Bored Panda bað ritstjórnin lesendur sína um að senda inn myndir af ömmum og öfum sem voru með meira swag en afkomendurnir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og pósthólfið fylltist.
Hér er brot af því besta en með flestum myndum fylgdi lítil saga af þessu frábæra fólki. Sum þeirra eru alveg svakalega töff og takið eftir hvað fólki þótti enn kúl að reykja hér áður fyrr.
Amma og afi á trúlofunardaginn árið 1960 Afi, daginn sem hann gekk í herinn Þessi fallega kona flúði frá Búlgaríu til Þýskalands 1978 og var myndin tekin um það leiti. A Amma og afi í smá trans fíling. Dressuð upp í föt af hvort öðru. Í Kaliforníu upp úr 1940. Afi greinilega öflugur að lyfta öðru en ömmunni. Með bók í beltinu, sígarettu í munnvikinu og fisk í hægri. Af hverju eru sjómenn ekki í hvítum fötum lengur. Þetta virkar svo praktískt (not). Þessi flotta bomba var flugumferðarstjóri. Þessi svali afi eignaðist villtan ref fyrir vin en slíkt er mjög sjaldgæft. Ömmur gerast ekki mikið meiri töffarar. Þessa mynd vildi hún hafa við kistuna sína í jarðarförinni og svo fór. Myndin var tekin um 1970. Ein elegant fyrirsætu amma að kynna þriggja punkta beltið í Volvo. Amma ofurhugi, situr á rellu sonar síns. Ekkert lofthrædd! Aðeins of sætur afi. Kannski smá „fótósjoppaður“ en hey… Vel straujaður og mikil týpa. Svona langafi Kormáks og Skjaldar árið 1939 Og að lokum – Undurfögur amma með alvöru skoru árið 1940

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.