OMG Slúður slúður slúður! Guð minn góður sástu hvað Kristín gerði í gær? Eruði búnar að heyra að þau eru hætt saman? Ég frétti hitt…. ég frétti þetta… þessi er svona og hinsegin.
Endalaust í lífinu heyrir maður sögur, sumar skemmtilegar, aðrar leiðinlegar. Sumar allt of persónulegar fyrir þriðja aðila úti í bæ að vera að smjatta á, hvort sem þær eru sannar eða ekki.
Það er mannlegt eðli að velta sér uppúr lífum annara að einhverju leyti en það er líka alveg rosalega mikill áunnin ósiður að baktala og dreifa sögum.
Maður getur í raun aldrei vitað hvernig málunum er háttað ef talað er um fólk sem maður kannski þekkir ekki neitt.
Algengara á Íslandi en þar sem ég bjó áður
Ég bjó erlendis til fjölda ára, flutti heim aftur og tók fljótlega eftir því að mér fannst þetta miklu algengara hér heima heldur en þar sem ég bjó.
Kannski spilaði það inní að ég var í þannig vinnu; ferðaðist mikið og var í hljómsveitum þar sem ég var oft eina stelpan og umræðuefnin voru sjaldnast slúður.
Samt auðvitað kom það fyrir en það var einhvernveginn minna. Ég tók kanski minna eftir því.
Gjaldmiðill í samskiptum – Baktal
Hver hefur ekki upplifað að samræður hefjast á spurningunni sástu xxx í fréttunum í gær eða þessa manneskju í blöðunum os.frv. Oft skapast svo samræður upp úr þessu þar sem fólk dæmir og rífur niður náungan oft sem einskonar skemmtun.
Mér þykir sjálfri alltaf óþægilegt að baktala og sérstaklega þegar um ræðir persónulegt líf fólks. Það kemur engum við og engin veit hvernig málin í raun eru nema fólkið sem á í sambandinu.
Ég hef heyrt ótrúlegustu sögur um fólk og fengið upplýsingar og allskonar bogin sannleika um þessa og hina manneskjuna.
…fólk dæmir og rífur niður náungan oft sem einskonar skemmtun
Það er aldrei gott að burðast með einhverja ljóta kjaftasögu um einhvern og það skilur eftir sig slæmt karma að dreifa svoleiðis áfram.
Sjálf hef ég alveg gerst sek um baktal og fleiri ósiði, enginn er fullkomin en það er svo gott að vilja vera betri og vanda sig.
Sögur af sjálfri mér
Eins hef ég heyrt alveg hreint ótrúlegar sögur af sjálfri mér sem eru jú sumar hörkuspennandi og jafnvel freistandi að deila en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Mikið væri líf mitt samt nú spennadi ef svo væri – Allir þessir menn og allt þetta
draaaama! 😉
Eins heyri ég svoleiðis um margar konur í mínu lífi en ég kýs alltaf að dæma frá minni persónulegu reynslu af viðkomandi. Aldrei annara. Manneskjur eru bara eins og efnafræði, sumt passar saman annað ekki.
Þó að vinkona þín þoli ekki einhvern eða einhverja er engin skylda að þú eigir að gera það sama.
Mergurinn málsins, sem ég er að reyna að benda á hérna, er að svona hegðun er svo mikill ósiður.
Að heyra til dæmis fallega konu tala niðrandi um aðra konu gerir hana mun minna aðlaðandi að mínu mati. Ég er ljót þegar ég baktala því að það er ljótt að baktala.
Hvernig væri að við myndum allar hugsa okkur tvisar um næst ef við heyrum eitthvað um vinkonu, fræga manneskju eða bara hvern sem er og segja; Nei ég tek ekki þátt í svona því það er miklu skemmtilegra að hrósa.
Tölum frekar um eitthvað uppbyggilegt heldur en þetta drullumall sem verður oft í litlum samfélögum.
Ísland er svo lítið eiginlega bara alltof lítið til þess að við séum leiðinleg við hvort annað. Tölum fallega um náungann og förum sparlega með að dæma fólk með neikvæðum hætti.
Ást og friður
Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söng og leikkona, er flestum landsmönnum kunn. Hún hefur áhuga á ótal mörgu, en þó aðallega tónlist, móðurhlutverkinu, kvenhlutverkinu, ástinni, listinni og lífinu. Hún er í farsælli sambúð og á eina dóttur.