Nú vitum við ekki hvort þetta fólk hefur átt erfiðari æsku en aðrir en það er eflaust að taka ‘eitthvað’ út með þessu lúkki, hvað sem það nú er…
Kannski eru þetta bara millistéttarmanneskjur úr “Garðabæjum” heimsins sem fengu allt í einu leið á hversdagsleikanum. Við getum ekki vitað það.
Sitt sýnist þó hverjum og örugglega finnast einstaklingar sem heillast af þessu, finnst þetta jafnvel fallegast af öllu en eðli málsins samkvæmt erum við pjattrófur ekki á leiðinni á næstu flúrstofu til að láta skella í okkur ‘nokkrum’ götum og flúrum. Það segir sig pínu sjálft.
Myndirnar eru teknar á tattú og pírsíng expó í Venúsúela og allt sem þú sérð á myndunum er ófótósjoppað. Þau eru meira að segja búin að láta sprauta lit í hvítuna á augunum á sér til að verða aðeins meira, ahemm… öðruvísi.
Konan á myndunum hér að ofan heitir Mary Jose Cristerna og er frá Mexíkó en hún er betur þekkt á alþjóðlegum flúrráðstefnum sem vampírukonan. Magnað að hún skuli komast í gegnum málmleitartækin í tollinum.
Náunginn hér á myndunum að neðan státar svo af því að hafa teygðustu eyrnasnepla í heimi, án aðkomu skurðaðgerðar. Hann er semsagt búinn að vinna í toginu sjálfur með svona líka árangri.
Eins og sjá má er hann líka búin að láta græða húða undir húðina á enninu (sama og Maria) og gaddarnir á höfðinu eru líka göt. Annað auga sitt hefur hann láti fylla með rauðum lit.
Heimildarmaður Mail Online gat ekki gefið upp hvaðan þessi gaur kemur eða hver hann er (skrítið) en hann er klárlega með þeim undarlegri hérna. Alveg með sinn eigin stíl, búin að flúra ennið allt rautt og kinnarnar bleikar og bláar. Svo er hann að sjálfssögðu með litafyllingu í hvítu augnanna.
Carlos Dehaquiz frá Kólumbíu er eiginlega sá venjulegasti í hópnum, ef venjulegan skyldi kalla, í sínu eðluþema…
Að lokum er hér myndband frá sýningunni… taktu eftir manninum með “bláu augun”. Spes týpur… svo ekki sé meira sagt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.