Þegar ég ferðast þá horfi ég á gluggana í húsunum og hugsa með mér “Vá öll þessi heimili, svo mörg, svo fjölbreytt og ég mun aðeins sjá pínu pínu lítið brot af heimilum í heiminum!”
Það er einhver óstjórnleg forvitni sem grípur mig og ég elska að skoða heimili fólks í blöðum og á netinu.
Heimilið er heilagt og endurspeglar sál fólks, það er hægt að vita nánast allt um fólk með því að skoða heimili þeirra.
Selby sérhæfir sig í að ná skemmtilegum augnablíkum á heimilum fólks.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.