Allir eiga skilið að fá að elska og vera elskaðir til baka. Kynhneigð, aldur, þjóðerni eða staða einstaklings á ekki að skipta máli en því miður er það enn algengt í dag að fólk sé með fordóma gagnvart manneskjum sem heillast af sama kyni.
Mér þykir þetta svo sorglegt því að vera ástfangin er yndisleg tilfinning og það ættu allir að fá að kynnast þessari tilfinningu, burt séð frá því hvaða kyni þú heillast af.
Braden Summers er ljósmyndari sem ákvað að eyða 6 vikum á ferðalagi um heimin í þeim tilgangi að taka myndir af samkynhneigðum pörum. Þessar myndir heilluðu mig svo mikið að ég varð bara orðlaus því þær sýna okkur hversu falleg ástin er og hversu dásamlegt það er þegar að fólk fær að deila henni með öðrum.
Ég verð að fá að segja að mér finnst ég svo heppin að hafa verið alin upp án allra fordóma því að lífið hefur upp á svo margt að bjóða bara ef við erum opin fyrir því.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.