Olivia Munn segir að ef hún byggi í New York City væri hún alltaf drukkin.
Leikkonan viðurkennir að fá sér í glas á miðjum degi en segir að tækifærin til þess séu fá í Los Angeles þar sem hún þarf að keyra sjálf til að komast á milli staða.
„Ég elska þá daga sem ég get fengið mér í glas,“ sagði Munn.
„Ég held að það myndi verða hluti af allra lífi ef fólk þyrfti ekki að keyra, sérstaklega í New York City. Þar þarftu ekki að keyra. Ég myndi ganga út um allt haugadrukkin.”
“Það er þess vegna sem ég bý í Los Angeles.“
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.