Fyrir konuna sem á allt gæti verið gaman að fá stílista heim sem fer í gegnum fataskápinn og gefur góð ráð.
Olga Soffía Einarsdóttir hefur starfað sem stílisti í 8 ár en hún lærði fagið í Englandi þar sem hún bjó í ellefu ár. Hún býður fjölbreytta ráðgjöf á heimasíðunni Olga.is en fyrir jólin er líka hægt að fá hjá henni gjafabréf. Sú eða sá sem fær gjafabréfið á þá inni ráðgjöf og yfirferð í fataskápnum en einnig er hægt að nýta tímann til að skreppa í búðir og finna eitthvað nýtt og klæðilegt.
“Sumir halda að stílisti sem kemur heim eigi eftir að láta mann henda öllu út úr skápnum, fara í búð og kaupa svo allt nýtt en það er mesti misskilningur. Stundum þarf ekki annað en að gera smá breytingar á flíkinni og þá er hún orðin að algjöru uppáhaldi,” segir Olga í viðtali við Pjattið. “Það er jú alltaf ástæða fyrir því að við kaupum flíkina til að byrja með,” bætir hún við. “Ég er sjálf alin upp í tíu manna fjölskyldu og þar lærði ég að nýta og endurvinna fötin líka.”
Stundum þarf ekki annað en að gera smá breytingar á flíkinni og þá er hún orðin að algjöru uppáhaldi
Fólk hefur mismunandi smekk og því þarf stílistinn oft að gefa sér tíma til að skilja viðkomandi og finna út hvað höfðar til hvers og eins. Eftir það er hægt að gera jákvæðar breytingar: “Þetta er eiginlega privat námskeið þar sem við gerum úttekt á þér, fataskápnum og stílnum þínum,” segir Olga sem hingað til hefur aðeins fengið mjög jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum sínum. “Það hefur að minnsta kosti aldrei neinn kvartað og ég hef alltaf fengið fleiri og fleiri viðskiptavini þar sem þetta spyrst bara svo hratt út.”
Gjafabréf hjá Olgu kostar 14.000 krónur og miðast við tvo klukkutíma. “Það er hægt að læra alveg helling á þeim tíma og okkur tekst yfirleitt að klára að fara í gegnum skápinn og finna út úr ýmsu. Til dæmis hvað ætti helst að fara út í tunnu og hvaða föt gætu orðið fullkomin við smávægilegar breytingar.
“Það er regla sem segir að ef þú hefur ekki notað flíkina í sex mánuði til ár þá ertu líklegast ekki að fara að nota hana nokkurntíma aftur í óbreyttu ástandi. Þá er tvennt í stöðunni. Að losa sig við hana eða fara með hana og gefa. Að öllu jöfnu verða flíkur oft uppáhalds eftir að búið er að breyta þeim aðeins. Það er alltaf jú ástæða fyrir því að við kaupum flíkina í byrjun. Við erum alltaf að leita að litum, efni og/eða sniði og yfirleitt er uppáhalds flíkin þannig að maður geti hakað við alla reitina. Stundum þarf ekki mikið til,” segir Olga að lokum.
Þú getur lesið meira um gjafabréfin og stílistastarfið heimasíðunni Olga.is.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.