Langar þig á frítt tapas-og vínsmökkunarnámskeið á Tapasbarnum og bjóða vini eða vinkonu með þér?
Tapasbarinn ætlar að bjóða átta heppnum þátttakendum (ásamt vini) að vera með í frábærri spænskri upplifun fimmtudaginn 19. maí frá 16 til 18.
Aðaláherslan á þessu tapas og vínsmökkunarnámskeiði verður auðvitað að hafa það gaman saman.
Einn helsti vínsnillingur landsins Tolli Sigurbjörnsson ætlar að kenna þér að upplifa vínin eins og sannur hefðarköttur en um leið verður smakkað á 13 mismunandi tapasréttum og farið yfir það hvernig best er að para saman vín og mat.
Þú færð til dæmis að smakka…
Beikonvafðar hörpuskeljar og döðlur
Hvítlauksbakaða humarhala
Ekta spænska serrano
Lamb í lakkrís
Iberico secreto
Kolkrabba
Saltfisk
🍷
… og fleira.
Vínþjónninn Tolli er einn fróðasti maður landsins þegar kemur að vínum.
Hann er nýkjörinn íslandsmeistari vínþjóna og var að koma frá Argentínu þar sem hann tók þátt í keppninni um besta vínþjón heims. Þú ert semsagt að fara að læra af einum þeim allra besta sem finnst á landinu.
Ef þig langar að vera með okkur í þessari frábæru sælkeraupplifun skráðu þig á þátttökuformið hér fyrir neðan og það er aldrei að vita nema þú dettir í lukkupottinn og hreppir pláss fyrir tvo!
Tapasmeistarar Íslands draga út 8 heppna þátttakendur mánudaginn 16. maí og svo er bara að láta sig hlakka til fimmtudags. Til að taka þátt skaltu bara smella hér og skrá þig.
Þetta verður æðislegt! 👌🏼
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.