Ég var í veislu um daginn þar sem stóra Eddu Falak málið bar á góma og sitt sýndist hverjum. Fólk var yfirvegað í skoðunum sínum og málefnalegt og nokkur sjónarmið komu fram. Einn var harður málsvari hennar en flest voru á því að hún ætti að draga sig í hlé frá fjölmiðlum og viðurkenna mistökin. Einn stakk upp á því að hún gæti byrjað með podcast þar sem hún tæki viðtöl við fólk sem hafi gert stór mistök því það gera jú allir mistök.
Öll voru einróma um að miðillinn sem var að ráða hana til starfa sem blaðakonu ættu að hætta við það og leyfa henni að reyna að spjara sig á öðrum vettvangi.
Undantekingin sem afsannaði regluna?
Ég myndaði mér nokkuð einfalda skoðun á þessu öllu eftir samræðurnar. Ég held að Edda hafi látið margt gott af sér leiða en það er vægast sagt bagalegt að hún, manneskja sem talar fyrir því að það eigi fyrst að trúa þolendum ofbeldis virðist sjálf (ef af þessu má dæma), vera undantekingin sem afsannar þá reglu að þolendur segi alltaf satt. Þetta er eiginlega svo óheppilegt að það er erfitt að finna orðin yfir það og skiljanlegt að málið skuli standa í fólki.
Einu sinni var þetta meira að segja þannig að börnum var sagt að þegja þegar þau reyndu að segja frá kynferðislegri misnotkun. Heilu þorpin og samfélögin kóuðu með ofbeldismönnum, aðallega vegna þess að sannleikurinn var of óþægilegur til að takast á við.
Kannski hefur hún búið til þessar frásagnir af „eigin reynslu“ til að viðmælendur hennar myndu upplifa sterkari samsömun. Opna sig meira. Deila reynslunni. Ég veit það ekki en ég vona (og trúi) að henni hafi þannig gengið gott til.
Edda byrjaði sem aktívisti í þessum málum (ekki blaðakona) og í raun eru aktívistar ekki með neinar sérstakar siðareglur sem þau þurfa að fylgja. Hjá þeim helgar tilgangurinn yfirleitt meðalið og þá er sama hvert meðalið er, sem er oft gott og blessað.
Bakari má ljúga en blaðamaður ekki
Nú var hún hinsvegar að ráða sig hjá starfa hjá fjölmiðli og fólk sem er ráðið til starfa hjá fjölmiðlum má ekki hafa það á ferilskránni að hafa búið eitthvað til svo að sögur þeirrra fái meiri trúverðugleika. Það bara gengur ekki upp. Við verðum að treysta því að blaðamenn og konur fiti ekki frásagnir sínar með skáldskap. Bakarar og bílstjórar mega ljúga og hjá stjórnmálamönnum er keppt í því en blaðamenn mega alls ekki ljúga og það er óþarfi að útskýra af hverju. Hér má lesa siðareglur blaðamanna.
98% þolenda segja satt
Mér finnst þetta mál vera mjög leitt vegna þess að ég veit að í 98% tilfella þá segja fórnarlömb, þolendur og þau sem tala máli þeirra alltaf satt. Í þeim tilfellum sem fólk segir ekki satt þá býr eitthvað annað að baki. Oft er það græðgi, öfund eða hefndarþorsti – en í tilfelli Eddu Falak var ástæðan sú eflaust að hún hefur viljað styrkja baráttu sína fyrir réttlæti með þessum hætti. Góður málsstaður. Vafalaust hefur hún líka sína reynslu af kynbundnu áreiti eins og flestar konur og ég efast ekki um það þó þetta með kollegana á meintum vinnustað hafi verið „missögn“.
En að því sögðu þá skulum við ekki láta þetta klúður hennar verða til þess að bent sé á undantekninguna sem afsannaði regluna í hvert sinn sem þolandi reynir að segja sína sögu. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart þeim. Við skulum venja okkur á að taka því fyrst sem gefnu að þolandi segi satt og hlusta á manneskjuna með opnum huga og vilja til að trúa henni. Þöggun og afneitun hefur fengið að viðgangast allt of lengi þegar kemur að þessum „óþægilegu“ málum.
Fyrir örfáum árum var þetta meira að segja þannig að börnum var sagt að þegja þegar þau reyndu að segja frá kynferðislegri misnotkun. Heilu þorpin og samfélögin kóuðu með ofbeldismönnum, aðallega vegna þess að sannleikurinn var of óþægilegur til að takast á við. Ofbeldismennirnir voru kannski vel liðnir af flestum sem þekktu þá (algengt með sýkópata) og því illa gert af barninu að klaga slíkt upp á góðan mann. Nú vitum við betur en að rengja börn sem í flestum tilvikum eru upp á ofbeldismennina komin, líkt og margar konur (ekki algilt en algengt).
Fyrstu viðbrögð frá umhverfinu ráða úrslitum með úrvinnslu áfallsins
Sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrstu viðbrögðin sem manneskja fær frá sínu nánasta umhverfi, þegar hún segir frá því að hafa verið beitt ofbeldi, skipta algerlega sköpum um hversu vel hún nær að vinna úr áfallinu í kring um það.
Ef hún skellur á vegg afneitunar frá þeim sem hún treystir fyrir sannleikanum þá orsakar það enn meiri áfallastreitu, og jafnvel meiri en þá sem stafaði af ofbeldinu eða áfallinu sjálfu. Afleiðingar af áfalli geta verið mjög skelfilegar og í mörgum tilfellum geta þessar afleiðingar dregið fólk til dauða.
Við verðum að trúa
Það er því algerlega krúsjal að fyrstu viðbrögðin sem við sýnum fólki sem segir frá ofbeldi, hvort sem það er karl, kona eða barn, séu opin hugur, vilji til að hlusta og leyfa manneskjunni að njóta vafans.
Það er algerlega á kristaltæru að það heyrir til mikilla undantekinga að fólk ljúgi því að hafa verið beitt ofbeldi og þá sér í lagi ofbeldi í nánum samböndum eða tengslum.
Barátta Eddu Falak fyrir því að fórnarlömbum sé trúað hefur 100% rétt á sér en því miður þá virðist hún hafa misstigið sig illla í því hvernig hún byggði undir baráttuna.
Að mínu mati þá ætti hún að gangast við þessum mistökum, játa hversu hrikalega óheppilegt þetta var og halda áfram að vera aktívisti.
Bottomlænið – Höldum áfram að trúa þolendum þrátt fyrir klúður (missögn) hjá baráttukonunni Eddu Falak.
Og annað… tölum meira um afleiðingarnar af kynbundnu ofbeldi og alvarleika þess en við höfum talað um þetta mál.
Hér eru nokkrar greinar á Pjatt.is sem fjalla um ofbeldi:
- Umhyggjusami „Narsissistinn“ er úlfur í sauðagæru – 10 leiðir til að bera kennsl á þá
- Átt þú vinkonur, eða ertu beitt sama ofbeldi og Adam beitti Hermine?
- Ofbeldi gegn íslenskum konum er óhugnarlega algengt
- Andlegt ofbeldi, lærðu að þekkja einkennin
- HEILSA: Búlimía – Margar hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í æsku
- Ofbeldisfullu en virtu karlarnir í Hollywood – Samantekt
- Lífið: 25 myndir af hetjum sem neita að þegja yfir kynferðisofbeldi
- SAMBÖND: Vel dulið andlegt ofbeldi í samskiptum
- Britney Spears og kúgun feðraveldisins
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.