Ég fæ aldrei nóg af henni Madonnu. Konan er í einu orði snillingur!
Hér eru brjálæðislega fallegar myndir af henni teknar fyrir Interview sem kom út núna í maí. Ljósmyndarar eru Mert Alas og Marcus Piggott en stílisering Madonnu er unnin af Karl Templer. Myndirnar sýna á frábæran hátt hvernig söngdrottningin dettur í rebel fílinginn – klæðist leðri, blúndum og megatöff skartgripum.
Ég fékk svakalegt nostalgíukast. Datt inn í árið 1985 þegar goðsögnin Madonna byrjaði söngferil sinn en þá hrærði Madonna heldur betur upp í tónlistarheiminum með ögrandi stíl sínum og hér er stíll hennar sýndur í takt við nýjan tíma blandað við stíl Marilyn Monroe… algert augnakonfekt.
ljósmyndir: Mert & Marcus for Interview May 2010
Viðtalið við madonnu er hægt að lesa hér..
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.