Skótískan í sumar er ekkert nema skemmtileg. Svo skemmtileg að þær sem hafa aldrei notað háa hæla að neinu ráði eru byrjaðar að æfa sig í hælagöngunni heima. Svo er líka svaka sniðugt að setja sílikon púða undir tábergið. Með því geturðu farið fetið á stultunum án þess að þreytast. Strunsað um eins og vel æfð dragdrottning…-I will Survie! … ekkert nema ógó sexý,
…í open toe heaven

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Er hænuhaus. Hef thing fyrir Marilyn Monroe og svona sitthvað fleira.
5 comments
Mig langar í efstu skónna! Shæze.
wow!!! Þeir efstu eru klikkaðir!! hvar fást þeir?
Þessir efstu, sem mér finnast dásamlegir líka, eru frá Nine West. Ég veit samt ekki hvort þeir eru til hér á skeri. Fann þá á netinu. Og í “versta” falli er þá bara hægt að panta þá þannig.
Svo finnst mér litríku hælaskórnir líka æði en þeir eru frá Paul Smith.
hvar fær maður svona silikon púða?
Áslaug. Skósmiðir eiga allskonar fínerí sem gerir gönguna auðveldari, allskonar innlegg og svona, og svo má fá þessa púða í góðum skóverslunum og hugsanlega betri stórmörkuðum. Gera gæfumuninn.